fylliefni/fillers

Meðferð með fylliefni / filler

iller er sterílt gel úr hýalúrónsýru og sykursameindum. Það samanstendur af sömu tegund af hýalúrónsýru og finnst náttúrulega í bandvef okkar.
Hýalúrónsýra dregur í sig raka og örvar framleiðslu kollagens í húðinni.
Þegar við eldumst minnkar framleiðsla hýalúrónsýru í líkamanum og þar með framleiðsla kollagens sem er mikilvægur þáttur í mýkt og spennu húðarinnar. Þetta hefur í för með sér hrukkur og húðin slappast.
Með því að sprauta hýalúrónsýru inn í húðina bætir þú upp tap á hýalúrónsýrunni og kollagenframleiðslan eykst.
Fylliefni er hlaup (svipað og rifsberjahlaup á þykkt ) sem er sprautað í húðina með áfylltri sprautu og fínni nál. Fylliefnið gefur húðinni / vörunum meiri fyllingu og hægt er að móta og fylla þar sem þess er þörf.

Til dæmis er hægt að fylla í hrukkur, kinnar sem eru farnar að missa fyllingu, undir augu, í varir og munnvik. Einnig er hægt að móta kinnbein, kjálkalínu, höku og nef og laga ör með fylliefnum.
Ég nota einungis viðurkennd og þekkt Fylliefni. Elsta og eitt virtasta og margverðlaunaða fylliefnið á markaðnum er sænska efnið Restylane en ég nota það nánast undantekningalaust. Undir augu nota ég oftast Svissneska efnið Teosyal sem er margverðlaunað og sérhannað til meðferða undir augum. Einungis hjúkrunarfræðingar og læknar eru með leyfi til að kaupa Restylane og Teosyal.
Restylane endist frá 4 mánuðum uppí 2 ár ( styðst í vörum og lengst á kinnbeinum og undir augum). Teosyal endist í 12 – 24 mánuði undir augum.

Fleiri fyrir og eftir myndir

Scroll to Top