Skinboosterar

Meðferð með skinbooster

Meðferð með skinboosterum er oft köllað „mini facelift“.
Skinbooster er í hópi fylliefna sem er sterílt gel úr hýalúrónsýru og sykursameindum. Það samanstendur af sömu tegund af hýalúrónsýru og finnst náttúrulega í bandvef okkar.

Hýalúrónsýra dregur í sig raka og örvar framleiðslu kollagens í húðinni.
Þegar við eldumst minnkar framleiðsla hýalúrónsýru í líkamanum og þar með framleiðsla kollagens sem er mikilvægur þáttur í mýkt og spennu húðarinnar. Þetta hefur í för með sér að hrukkur myndast og húðin slappast.

Að sprauta hýalúrónsýru inn í húðina bætir upp tap á hýalúrónsýrunni og kollagenframleiðslan eykst.

Skinboosternum sem er þynnri en fylliefnið er sprautað í húðina með áfylltri sprautu og fínni nál.

Hýalúrónsýrunni er dreyft í húðina í míkrósmáum dropum í húðina. Það dregur í sig mikinn raka og hýalúronsýran örfar kollagenið svo húðin verður þéttari og stinnari. Húðin fær fallegan ljóma og þú munt líta frísklega út. Mælt er með 3 meðferðum með 4 – 8 vikna millibili til að ná fullum árangri. Eftir það er mælt með einni meðferð á ca. 12 mánaða fresti.

Auk Restylane skinboostera hef ég þó kosið að vinna með Profhilo og Sunecos sem henta betur á ákveðin svæði.

Profhilo hentar sérstaklega vel fyrir aldraða, hrukkótta og lausa húð í andliti, lausa og hrukkótta húð á hálsi, décolleté (bringu) og handleggjum.

Mælt er með 2 Profhilo meðferðum á 4 – 8 vikna fresti og einni viðhaldsmeðferð á ca. 6 mánaða fresti eftir það. Þegar kemur að lausri húð á hálsi mæli ég með 1 meðferð Restylane vital að auki ásamt PRX – T33 sýrumeðferð sem fullkomnar meðferðina.
Sunecos hentar sérstaklega vel fyrir lausa húð á augnlokum, kringum augu, lausa poka og dökka bauga undir augum. Sunecos inniheldur einnig amínósýrur sem ásamt hýalúrónsýrunni auka enn betur endurnýjun húðarinnar og myndun nýrra kollagenþráða.

Mælt er með 3 Sunecos meðferðum á 2 – 4 vikna fresti og endurnýjun á 6 mánaða fresti.

Fleiri fyrir og eftir myndir

Scroll to Top