Um okkur

Guðrún íslandi

Hjúkrunarfræðingur og eigandi kosmetísk klínik

Guðrún Þorláksdóttir Íslandi er hjúkrunarfræðingur að mennt.
Að auki er hún sérmenntuð í kosmetískum húðmeðferðum með fylliefnum, skinboosterum, bótulínumtoxín A, skinpen og sýrumeðferðum.
Guðrún lærði hjúkrunarfræði í Árósum í Danmörku og lauk námi árið 2002.

Í Danmörku vann hún á Smitsjúkdómadeild, gjörgæslu og vöknun áður en hún flutti til Íslands árið 2007.
Á Íslandi vann hún á Lýtalækningadeild landspítalans, á Taugalækningadeild, Hrafnistu og á Heilsugæslunni í Miðbæ.
Hún tók framhaldsskólakennararéttindin árið 2011 og vann eftir það við kennslu á Sjúkraliðabraut hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig vann hún sem kennari í Fyrstu hjálp á vegum Rauða kross Íslands.
Árið 2013 hóf Guðrún nám sem Restylane meðferðaraðili á vegum Galderma í Noregi. Einnig lærði hún meðferðir með bótulínumtoxín. Guðrún er skráður Restylane meðferðaraðili hjá Icepharma sem er umboðsaðili Restylane á Íslandi.

Hún starfaði við meðferðir á fylliefnum samhliða kennslunni til ársins 2015 er hún flutti aftur til Danmerkur og opnaði stuttu eftir það stofuna Kosmetísk klínik ved Gudrun Íslandi.
Hún hafði þá eignast góðan kúnnahóp á Íslandi og hefur eftir það komið reglulega til Íslands og boðið uppá meðferðir.

Guðrún sækir reglulega endurmenntun og er því alltaf “up to date” með nýjustu tækni. Hún er Masterclass meðferðaraðili og fylgir alltaf nýjustu straumum og meðferðarmöguleikum.
Ásamt reynslu hennar og hæfileikum til að sjá hvernig smá breytingar geta haft áhrif á heildarmyndina, með náttúrulega fegurð í huga, hefur hún náð mikilli virðingu í kosmetíska heiminum og fær hún oft á tíðum fyrirspurnir frá öðrum hjúkrunarfræðingum og læknum sem vilja heimsækja hana og læra af henni.

Guðrún hefur aðstoðað við kennslu á námskeiðum á vegum Galderma og Noscomed í Danmörku og haustið 2021 hefur hún kennslu á vegum Nordic medical solutions í Svíðþjóð þar sem hún mun kenna hjúkrunarfræðingum og læknum á Íslandi meðferðir með Teosyal fylliefnum, Profhilo skinboosterum og PRX – T33 Sýrumeðferðum.

Steen Sommer

-

Steen er svæfingalæknir sem sérhæfir sig í hjartaaðgerðum, gjörgæslusvæfingum og verkjameðferðum.

Eftirfarandi á aðeins við um starfsemi Kosmetísk klínik í Danmörku;

Þú hittir Steen til viðtals fyrir þína fyrstu meðferð með bótulínumtoxín. Steen heimsækir klínikina einu sinni í mánuði og veitir viðtal vegna meðferða með bótulínumtoxín. Bótulínumtoxín er lyf og því er krafa frá Styrelsen for patientsikkerhed að þú komir í viðtal að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir fyrstu meðferð þína með bótulínumtoxín.

Það á einnig við þó þú hafir fengið meðferð með bótulínumtoxín í annarri klínik. Viðtalið er ókeypis og án skuldbindinga. Eftir það sér Guðrún um að gera allar meðferðir með bótulínumtoxín.

Scroll to Top

Við notum kökur til að veita þér bestu upplifun. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun vafrakaka.