Bótox

Meðferð með bótulínumtoxín „bótox“

Botox, Azzalure og Vistabel eru viðurkennd vöðvaslakandi lyf sem innihalda virka efnið Botulinum toxin A. Það eru nokkur lyf á markaðnum sem innihalda Botulinum toxin A og þau virka öll eins. Lyfið hefur verið notað síðan á níunda áratugnum sem lyf gegn hrukkum. Í dag er meðferðin algengasta fegrunarmeðferðin og voru t.d. 7,2 milljónir meðferðir framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2017 og hefur meðferðunum farið ört vaxandi síðan.

Hrukkur í enninu, við augun / krákutær og hrukkan á milli augabrúna koma vegna samdráttar vöðva á þessum svæðum. Hægt er að draga úr þessum hrukkum með botulinumtoxín en vöðvarnir á svæðinu slaka á sé bótulínumtoxín sprautað í þá. Einnig er hægt að lyfta augabrúnum með botox.
Hjá sumum getur mikil vöðvavirkni í enni og milli augabrúna verið svo kröftug að það veldur stöðugum höfuðverk. Þessu er einnig mögulegt að ráða bót á með botox. Oft byrjar fólk á að fá bótox til að losna við hrukkur en áttar sig svo á að það losnar við höfuðverk samtímis.
Áhrif bótox endast í 3 – 4 mánuði en lengur eftir því sem meðferðin er gerð oftar. Áhrif bótox eru aldrei varanleg.

Bótox – gómbros
Fyrir Eftir
Bótox í enni, milli brúna og í broshrukkur
Fyrir Eftir
Bótox í enni, milli brúna og í broshrukkur
Fyrir Eftir

Fleiri fyrir og eftir myndir

Scroll to Top