Sýrumeðferð
PRX – T33
Fullkomin meðferð fyrir opna, grófa, þreytta og eða óhreina húð. Virkar einnig vel gegn litabreytingum.
PRX – T33 inniheldur einstaka formúlu sem sameinar TCA (tríklórediksýru) sem örvar húðina og vaxtarþætti fibroblasta sem eru bandvefsfrumur sem bera ábyrgð á myndun, endurnýjun og uppbyggingu bandvefs.
Inniheldur Vetnisperoxíð sem hjálpar húðinni að losa sig við óhreinindi sem og Kojic sýru sem bælir framleiðslu Melanins og vinnur á litarefnum.
Hægt er að sameina PRX – T33 með t.d. Restylane skinbooster sem meðferð gegn unglingabólum eða Profhilo meðferð til að vinna á hrukkum og fínum línum.
PRX-T33 Sýrumeðferð örvar frumur húðarinnar til að endurnýja sig án þess að skaði sé gerður á yfirhúðinni. PRX-T33 sýra orsakar ekki ísingu (frosting) í húðinni eins og hefðbundnar sýrumeðferðir gera. Þrátt fyrir það, virkar hún enn dýpra og örvar frumur leðurhúðarinnar til endurnýjunar. Þessi meðferð hentar öllum sem vilja fá betri áferð á húðinni og fyrirbyggja öldrun. PRX-T33 sýrumeðferð hentar einstaklega vel til að vinna á ýmsum húðvandamálum eins og litabreytingum, fínum línum og hrukkum. Þurri og slappri húð, örum og húðsliti.
Margar tegundir TCA sýra valda mikilli ertingu í húðinni og forðast þarf sól í langan tíma eftir meðferð vegna ljósnæmni í húðinni. PRX-T33 meðferðin var hönnuð með þetta í huga og efnum blandað saman við TCA sýruna til að minnka neikvæð áhrif.
PRX-T33 inniheldur:
- 33% TCA sýru.
● Vetnisperoxíð (H2O2), sem í litlum styrkleika flýtir fyrir lækningu sára með því að örva viðgerðarferli húðarinnar og draga úr bólgum.
● Kojic sýru sem er áhrifarík til að lýsa upp litabreytingar og jafna húðlit.
Þessi einstaka blanda býður uppá öll jákvæðu áhrif TCA sýrumeðferðarinnar án algengustu aukaverkana, þ.e.a.s. flögnun, bólgu og sársauka. Batatíminn (downtime) er mjög lítill þar sem vetnisperoxíðið nær að halda niðri bólgunum sem TCA veldur og örva viðgerðarferli húðarinnar. Auk þess fer TCA sýran djúpt í leðurhúðina án þess að valda skemmdum á yfirborði húðarinnar og þess vegna verður lítil sem engin flögnun eftir meðferðina. Blandan nær þannig að örva beint frumur leðurhúðarinnar til að mynda meira kollagen, elastín og vaxtarþætti svo að húðin þéttist og styrkist án þess að skemma ysta lag húðarinnar. Húðin verður því ekki eins viðkvæm fyrir sólinni eins og við hefðbundnar sýrumeðferðir og hægt er að meðhöndla allan ársins hring, líka yfir sumartímann.